Eruð þið ekki að grínast?!

Var það ekki bara fyrir tveim árum sem var keyrt á lítinn strák í Keflavík eða Grindavík?

Hvernig væri nú að ökumenn opnuðu augun (ég tel sjálfa mig inn í þennan hóp) og fylgist nú betur með og verið athugulli þegar að því kemur að aka innanbæjar!

Ég er komin á þá skoðun að ef ég eignast einhverntíman krakka þá fái barnið ekki að fara eitt yfir götu fyrren í fyrsta lagi uppúr táningsaldri!

Besta vinkona mín býr við Víkurbraut í Grindavík og þetta er einmitt ástæðan fyrir því að hún hleypir fimm ára syni sínum EKKI einum yfir götuna. Þetta er 50km/klst gata en ætti að vera 30km/klst þar sem búið er við alla götuna. Hvernig væri ef bæjaryfirvöld myndu endurskoða þetta sem fyrst? Ég er einstaklega hneyksluð yfir þessu!


mbl.is Ekið á barn á reiðhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fyrra slysið var í Keflavík..  

til að byrja með var bílinn á lítilli ferð og ekkert stendur til um aldur barnsins. Svona getur alltaf gerst, í öllum götum Reykjavíkur og að sjálfsögðu í öðrum bæjarfélögum. Það var nú bara áðan að ég sjálf var að keyra á um 30 km hraða og barn kemur hlaupandi úr húsasundi og munaði litlu sem engu að úr yrði árekstur. Þannig ekki er hægt að alhæfa aksturlagi ölumanna, heldur verða börn líka að stoppa sjálf og líta til beggja hliða. svo að sjálfsögðu gerast slys alltaf.

Helga (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 18:03

2 identicon

Hvergi í heiminum er eins mikið af 30km götum og hraðahindrunum eins og á íslandi. Allt gert í móðursýki til að ekki verði keyrt á börnin. Hvar er ábyrgð foreldrana, hvernig væri að foreldrarnir færu að passa börnin, brýna fyrir börnunum að þau eiga ekki að hlaupa út á götu.

Jon (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 18:40

3 Smámynd: Sveinbjörg Inga Lind

Það er alveg rétt að foreldrar beri einnig ábyrgð á málum en eru börn ekki þekkt fyrir það að gleyma og vera eitthvað gálausari en ætlað er? Veit það að minnsta að það var oft minnt mig á hitt og þetta þegar ég var barn og vanalega fór það innum eitt og útum hitt... en kannski var ég gálausari en önnur börn.

Sveinbjörg Inga Lind, 7.8.2009 kl. 18:58

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég bý nú við Víkurbrautina í Grindavík, og get leyft mér að fullyrða að fólk keyrir almennt eins og fífl þarna.

Það er ekki séns á því að ég leyfi barninu mínu einu yfir götuna, þótt hann sé mjög varkár í umferðinni. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að bæði ég og hann höfum næstum verið keyrð niður (á gangbraut), af einhverjum fíflum sem voru að keyra þarna á 80, talandi í símann og ekkert að horfa í kringum sig.

Staðreyndin er einfaldlega sú, að hámarkshraðinn er 50, og það er bara of mikið. Ekki bara það að gatan er þéttsetin af íbúðarhúsum, heldur líka að það eru þarna börn af fara yfir til að komast í skóla, í búðina, heim til sín og hvaðeina.

Svo ekki sé minnst á of mikla fjarveru þeirrar löggæslu sem á að vera á svæðinu.

Og því fullyrði ég, að það sé ekki hægt að sveia bara foreldrum vegna þessa. Því meira að segja ég er dauðhrædd við að fara yfir þessa götu, því ökumenn almennt gefa því lítinn gaum hverjir eru að fara yfir. Einungis vegna þess að þeir eru vanir því að ekkert sé í þessu gert.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.8.2009 kl. 19:10

5 identicon

Það skiptir engu þó hraðinn verði lækkaður í 30km, ef menn keyra þarna á 80 þegar hraðinn er 50 þá held ég að þeir séu ekki mikið að virða hraðatakmarkanirnar. 50 km er ekki mikill hraði, flestir sem keyra þessa götu eru að keyra töluvert hraðar. Vandamálið er að íslenskir ökumenn virða ekki þann hraða sem er gefin. Það þarf meðvitndarvakningu hjá ökumönnum, ekki fleiri hraðahindranir og 30 km götur , nóg er af því og það virkar ekki.

Jon (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 19:39

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég bendi aftur á það sem ég sagði í nær bláenda svars míns. Löggæsla.

Hana vantar.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.8.2009 kl. 19:50

7 identicon

það væri glæpsamlegt að láta 5 ára gamallt barn eitt út

en ertu virkilega að bera þetta saman,? 5ára og 13 ára?

plús bílstjórinn var greinilega aðvanda sig og keyrði mjög hægt

kristin (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:27

8 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Sérlega þykir mér þetta illa úthugsuð röksemdafærsla.

Það er ekki glæpsamlegt að hleypa fimm ára barni útúr húsi.

Fyrsta lagi, hinumegin við götuna er leikvöllur. Hellingur af hraðahindrunum, og gangbrautum þar í kring. Fimm ára barn á alveg að vera nógu stálpað til þess að komast sjálft á leikvöllinn með leikfélugum sínum.

Í öðru lagi, ef bílstjórinn var að vanda sig svona mikið, af hverju kom þetta fyrir? Viltu þá kannski halda því fram að barnið hafi hreinlega fleygt sér fyrir bílinn?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.8.2009 kl. 21:38

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Og ég tek það fram, að ég er þessi vinkona hennar sem hún talar um í grein sinni.

Ég vil einnig benda á það að sonur minn er einstaklega athugull í umferðinni, og er duglegur við að stoppa, horfa og hlusta, og ég treysti honum fullkomnlega þegar það kemur að því að fara einn út að leika sér.

En hvernig aksturslagið er á þessari götu, þá erum við bæði (ég og sonur minn) dauðhrædd við að fara þarna yfir.  Og ÞAÐ er það sem er verið að benda hérna á.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.8.2009 kl. 21:43

10 identicon

5 ára einn yfir götu?

jú þú gerir það ekki og það er glæpsamlegt, foreldrar eiga að fylgja 5 ára gömlu barni yfir götu

og það er munur á 13ára og 5 ára heil 8 ár í þroska

kristin (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:44

11 identicon

´það er sonur minn líka einstaklega passasamur, en einn fer hann ekki yfir svona ungur og þar sem ég er fær um að ganga þá fylgi ég honum

kristin (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:47

12 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Glæpsamlegt? Ertu frá þér?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.8.2009 kl. 21:53

13 identicon

greinilega finnst þér í lagi að láta 5 ára barn fara eitt yfir götu en mér finnst það glæpsamlegt,og ég vil að þú skoðir eitt, ég er ekki að tala um út út húsi eins og þú villt meina að ég hafi sagt heldur yfir götu

svo megið þið líka athuga að ökumaðurinn keyrði hægt og ekkert við hann að sakast, það er rosalega auðvelt að dæma eitthvað sem maður veit ekki og hefur ekki lent í

verður að sætta þig við það

kristin (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 22:02

14 Smámynd: Sveinbjörg Inga Lind

Mér persónulega finnst það í lagi að leyfa 5 ára barni að fara yfir götu, so sue me, ekki var mamma mín haldandi í naflastrenginn á mér þegar ég var 5 ára... og finnst mér það ALLT í lagi að börn fái að fara yfir götu til að leika sér á meðan þau eru enn í sjónfæri við foreldri!

Segðu mér, hvernig definar þú "lítil ferð"? Það getur verið alveg frá 10km//klst og upp í 60km/klst eftir því hvern þú spyrð. Og ef viðkomandi var að vanda sig svona við aksturinn hvernig stendur þá á því að viðkomandi keyrði á barnið? Fyrir utan það að hvergi er tekið fram aldur barnsins. Skiptir það meira máli ef barnið er 5 ára eða 13 ára ef á það er keyrt? Svo spyr ég, þegar barn byrjar í grunnskóla á að leiða það í skólann alla daga þó hann sé einungis hinu megin við götuna?

En veistu, mér er farið að þykja það toppur tilgangsleysis að þræta eitthvað við þig þar sem svör þín virðast hreint út sagt mjög illa úthugsuð. 

Þú virðist ekki vera að fatta það, að það er í sjálfu sér ekki verið að sakast út í ökumanninn sjálfan, heldur ökumenn yfir höfuð og aksturslag þeirra almennt í þessari götu.  

Og einnig má benda á það að það er stór og reginn munur á því að treysta því að fimm ára gamalt barnið þitt geti nýtt þá þekkingu sem þú átt að hafa kennt því, og að svífa yfir því eins og þyrla. Þyrlu-uppeldi er ekki af hinu góða.

Hafðu það gott væna.

Sveinbjörg Inga Lind, 7.8.2009 kl. 22:24

15 identicon

Krakki ca 7 ára hjólaði á mikilli ferð niður götu og á aftur hurðina á bílnum hjá mér. Sem betur fer datt hann ekki harkalega í götuna (sá þetta í hliðarspeglinum) og það sást ekki skráma á honum. En ég sá krakkann ekki fyrr en höggið kom og var samt á ca.20-25 km. Stundum er þetta ekki bílstjórum að kenna. Það vantar hinsvegar hraða-myndavélar á fleiri staði því stórum hluta ökumanna er ekki treystandi.

merkúr (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 11:30

16 Smámynd: Sveinbjörg Inga Lind

Guðjón, það er nákvæmlega það sem mér finnst. Fimm ára börn eru komin með aldur og vit til þess að geta farið sjálf yfir íbúðargötur. Slys gerast en margir ökumanna virðast ekki átta sig á því að í íbúðargötum ber að gæta extra viðleitni.

Merkúr, Hraðamyndavélar eru kannski ekki svo slæm hugmynd, yrði óþægileg áminning fyrir margann ökumanninn. Það er líka rétt hjá þér, þetta er ekki alltaf ökumanninum að kenna enda hef ég ekki verið að segja það, hinsvegar finnst mér það sjálfsagt að ökumenn sýni extra viðleitni í íbúðargötum.
Í þínu tilfelli gastu ekki einu sinni séð krakkann sem keyrði á þig, ekkert við því að sakast, hinsvegar hefðuru séð krakkann en ekkert gert til að koma í veg fyrir slysið væri þetta allt annað mál.
Börn eru hörð af sér og þola hitt og þetta, það má ekki festast í ofverdunarfarinu.

Sveinbjörg Inga Lind, 8.8.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband