Svo er spurningin...

Hve margir hafa verið með þetta án þess að svo mikið sem spá í því og bara talið þetta venjulega flensu?

Finnst sem margir séu að gera þetta að meira vandamáli eða verra en þetta nú er, svo að dæmi sé tekið þá deyja álíka margir úr venjulegri flensu og elli í Stóra-Bretlandi á ári hverju. Er þessi svínaflensa eitthvað verri en venjuleg flensa ef á það er litið?

"Even during a winter where the incidence of flu is low, 3-4000 deaths may be attributed to 'flu; this can rise much higher in epidemic years, for example there were an estimated 13,000 deaths in 1993 which were attributable to 'flu and 29,000 in 1989/90."

Viðurkenni það vel að það er slæmt að börn og gamalmenni eru að deyja úr þessu sem og aðrir en mér finnst sem þetta hafi verið blásið ROSALEGA upp!

Kannski var kvefið sem ég var með alveg þar til í gær svínaflensa, úff, aumingja þeir sem voru þá að djamma með mér um helgina! Æ, æ.

Stökkbreyting flensunar getur verið fremur hættulegt skilst mér, en er það ekki þannig með allar flensur? Eigum við samt ekki bara að vera þakklát fyrir það að við höfum bóluefni fyrir þessari svínaflensu? Ekki allir sem eru svo heppnir skal ég segja ykkur.

Við skulum ekki gleyma því að við búum á skeri lengst útá Atlantshafi og hingað til hafa ekki neinir drepist úr þessari flensu hérna og flestir sem hafa drepist úr þessu hafa ÞEGAR verið veikburða.

En fyrir þá sem eru að stressa sig rosalega...

Aldeilis!! Persónulega... þá hljóma flest þessa einkenna bara rosalega... venjuleg fyrir gömlu góðu kvef flensuna sem allir eru vanir að fá!

Sjálf er ég búin að vera með nokkur þessa einkenna í mínu kvefi seinustu daga ;) *hóst hóst hóst* Langar einhverjum í flensu? ;)

 

 

 

 

 

 

 

Hvað er það næst... Hestaflensan... eða Hunda kannski?

 

V.


mbl.is 72 greindir með svínaflensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hve margir hafa verið með þetta án þess að svo mikið sem spá í því og bara talið þetta venjulega flensu?

Ég veit um þrjá sem eru með öll einkenni þessarar flensu. Einn þeirra hringdi í heilsugæsluna og spurði hvort hægt væri að taka sýni til að vita hvort svo væri og var sagt að það væri ekki gert! Hvernig getur landlæknir verið með svona yfirlýsingar þegar heilsugæslan vísar fólki frá? Ég skil þetta ekki.

lundi (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Sveinbjörg Inga Lind

lundi, þetta er einmitt eitt af því sem ég hef velt fyrir mér! Veit um eina fjölskyldu sem var sett í 'sóttkví' heima hjá sér! Þangað komu menn í sóttvarnarbúningum þegar þau hringdu vegna gruns um smit og tóku sýni úr þeim og bönnuðu þeim að fara útúr húsi fyrren niðurstöður fengust úr prófum!

Sveinbjörg Inga Lind, 7.8.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband