23.9.2009 | 16:54
Enn hrærir 'Kristinlegu Stjórnmálasamtökin' við skapinu í mér...
Í fyrri færslu má lesa svar mitt við færslu þessarra 'samtaka'. Svar mitt til þeirra var ekki birt en svörðu þó.
--
Svar til Sveinbjargar Ingu Lindar.
Hér er ekki verið að tala um tæknifrjóvgun eða glasafrjóvgun þar sem par leggur til sínar kynfrumur, þar sem um er að ræða að hjálpa til við að getnaðurinn geti orðið. Í þeim tilvikum þekkja börnin sína foreldra.
Aftur á móti, þar sem verið er að tæknifrjóvga einstæðar konur og lesbíur (því tvær konur geta ekki af sér barn saman), þar er í flestum tilvikum enginn faðir í myndinni. Þeim börnum er fyrirmunað að vita neitt um sinn föður. Þarna er brotið á börnum. Þau eiga eftir að vaxa upp og eiga sitt eigið líf, því er þetta ,,mannréttindabrot á þessum einstaklingum. Hér eru konur einfaldlega að uppfylla sína löngun en barnið er ekki sett inn í myndina sem fullorðinn einstaklingur síðar meir.
Þú dregur hér einnig fram mynd af karlmönnum að þeir séu lítið annað en ofbeldismenn. Þeir eru vissulega til en konur eru ekki heldur allar til fyrirmyndar í sínu lífi.
Hér er einhver veikleiki á ferðinni. Hugsanlega vantar strax í uppeldi barna fræðslu um muninn á körlum og konum og að virðing sé borin fyrir þeim mun sem slíkum. Eins og tíðarandinn er í dag á helst að steypa öllum saman í einn pott. Enginn munur á að vera á kynjunum. Og börnin ná þá ekki að skynja rétta mynd af kynhlutverkum karla og kvenna.
ESE.
--
Til að byrja með þá skrifaru nafnið mitt rangt. Það er til "Sveinbjargar Ingu Lind" Lind er eftirnafn, ekki miðnafn.
Ég get ekki séð hvað er svo rangt við einstæðar mæður eða lesbísk pör. Þessi hugsunarháttur hjá þér lýsir þröngsýni og einfeldni, hreinni heimsku að mínu mati. Ég er ekki lesbísk. En ég styð lessur og homma í sinni baráttu um að vera með sama rétt og aðrir. Mér finnst þeirra málstaður of meira virði að berjast fyrir þar sem það eru svo miklir fordómar ENN í dag.
Virðist það algerlega gleymast að Guð gaf okkur frjálsann vilja, og á þeim forsendum á auðvitað að leyfa samkynhneigðum að vera saman og lifa saman, eða einstæðum að vera einstæðir, það er ekkert sem segir að maður VERÐI að eiga maka. Það er ÞEIRRA frjálsi vilji að eignast börn, gleymdu því ekki. Guð gaf okkur frjálsann vilja af ástæðu trúi ég. Ef það væri ekki svo værum við ansi illa sett.
Trúðu mér, þegar einstæðar konur eða lesbískt par tekur þá ákvörðun að koma með barn í heiminn þá er það ekkert auðveldari ákvörðun fyrir þau heldur en fyrir gagnkynhneigt par. Þetta er stór ákvörðun sem BER að virða. Einnig get ég ekki annað en trúað því að pör og einstæðir sem eignast börn saman hafi stuðning sinnar fjölskyldu og þar er oftast einhver karlmaður til staðar sem stendur sem stoð og ímynd barna.
Ég nefni karlmenn þarna sem slæmar ímyndir af ástæðu, í gegnum tíðina hafa verið fleiri tilvik af karlmönnum sem brjóta á fjölskyldu sinni en kvennmönnum. Ég er ekki að segja að konur séu al-heilagar og geri ekkert rangt. Við gerum það alveg. En af minni reynslu hafa það verið karlmenn oftast og hafa þeir skýlt sér á bakvið trúnna oft.
Má líka gefa það sem dæmi að biblían er uppfull af dæmum um að konan eigi að gera allt sem maður hennar segir henni. Er það ekki dæmi um ofsafengi? Er það ekki KÚGUN kvenna? Mér finnst að það mætti alveg endurskoða hugsunarháttinn í biblíuni sem var notaður þegar biblían var skrifuð. Má ég líka minna á að þegar hún var skrifuð þá var heimurinn karlaveldi! Það er ekki langt síðan konur fengu kosningarrétt.
--
Mín er svolítið örg og pirruð núna. Það getur vel verið að það sé málfrelsi í þessu landi en svona fólki á að henda útí einhverja eyju og skilja eftir.
V.
Athugasemdir
Helsti talsmaður þessara samtaka er Jón Valur Jensson sem hefur getið sér orð fyrir mikla þröngsýni hér á blogginu með rasisma og einangrunarhyggju sinni. Þessi Kristilegi flokkur virðist vera hugarfóstur þess manns.
Það mátti svo sem búast við því að þessi rugludallur reyndi að stofna slíkan flokk til að koma annarlegum sjónarmiðum sínum á framfæri. Stofnun kristilegra öfgaflokka hefur verið reynd tvívegis áður á Íslandi og fengu framboðin langt undir einni prósentu í Alþingiskosningum.
Reikna ég með að þessi flokkur muni leggja sérstaka áheyrslu á mannréttindabrot á t.d. samkynhneigðum og einangrunarstefnu.
En gott er bréfið sem þú sendir kjánunum. Það kvitta ég heilshugar undir.
Kjartan Jónsson, 23.9.2009 kl. 17:11
Komdu sæl.
Skil þennan pirring þinn mjög vel. Ég er mjög trúaður og frekar íhaldssamur en er sjálfur frekar pirraður á kristnum "talibönum," þ.e.a.s. þeim sem vilja þvinga kristnum gildum upp á samfélagið.
Hinsvegar er ég ósammála þér með kúgun kvenna í Biblíunni, mér þætti áhugavert að heyra hvaða hlutar Biblíunnar þér finnast vera þannig? Það er einmitt svo magnað við Biblíunna hvernig hún réttir hlut kvenna í samfélagi þar sem karlar fóru með öll völd. T.d. eru tvær bækur í Gamla Testamentinu sem eru nefndar eftir konum. Fyrir utan allar konurnar sem spila stórar rullur í öllum hinum bókum Gamla Testamentisins. Jesús tók sér kvennlærisveina, bréf Páls postula eru stíluð á söfnuði sem konur veittu forstöðu, þeim er heilsað sérstaklega og nafngreindar í lok þessara bréfa. Svo er náttúrulega hún Júnía postuli í 16. kafla rómverjabréfsins, það er æðsta embættið sem við þekkjum úr frumkirkjunni...
Að Biblían styðji kvennakúgun er mjög lífsseig klisja, til eru vondir menn sem hafa viljað kúga fólk, karla og konur, og snúið útúr Biblíunni í þeim tilgangi. Menn fara svosem í stríð og opna pyntingabúðir í nafni frelsis, en við höfnum ekki frelsinu a þeim forsendum.
Bestu kveðjur, gangi þér vel í baráttunni við Talibana, tel þeir nái ekki völdum hér.
Helgi
Helgi Guðnason (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:20
Helgi er ekki búinn að skoða verðlistann í biblíunni sem segir að konur séu ~50% af verðgildi karla.
Að það eigi að grýta konur til bana sem nauðgað er í borg ef þær öskra ekki nægilega hátt á hjálp... ...
Þetta er ekki útúrsnúningur... þetta stendur þar og miklu meir til gói minn
Kaþólska kirkjan vill bara útungunarmaskínur... ef kona/maður verður/er náttúrulaus þá má fá skilnað... því þá er ekki hægt að búa til fleiri kaþólikka
DoctorE (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 17:35
Þetta öfgaskinnaða hægra skítapakk með krosslafur að vopni er hættulegasta fólk í heimi. Ekki þræta við þetta lið það er sannarlega geðsjúkt - skjúklega geðsjúkt. JVJ sem forsprakki ætti að færa allar sönnur sem þarf til að fólk átti sig á þessari geðveilu sem þarna er að reyna að stofna öfgasinnaðan hægriflokk ritskoðara og andmannréttinda.
Garðar Hólm (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.